Skip to content

vefforritun/vef1-2024-h1

Folders and files

NameName
Last commit message
Last commit date

Latest commit

 

History

3 Commits
 
 

Repository files navigation

Vefforritun 1, 2024, hópverkefni 1

Verkefnið felst í því að smíða vef eftir forskrift.

Hönnun

Hönnun í Figma.

Hægt er að kveikja á grind með View > Layout grids.

Allt efni, litir, stærði o.s.fr skal taka úr Figma skjali.

Ekki þarf að útfæra neina virkni fyrir takka eða form.

Hönnunin er ekki fullkomin og er ósamræmi í bilum, stærðum o.þ.h. Leyfilegt er að normalísera en hægt er að spyrja spurninga um hönnun á rásinni #vef1-2024-h1. Einnig er leyfilegt að laga hluti sem stangast á við annað sem við höfum farið yfir í fyrirlestrum og í námsefni.

Gefin er desktop og mobile hönnun. Passa þarf upp á að vefur sé skalanlegur á milli.

Vefur skal vera prófaður og virka í nýjustu útgáfum af Firefox og Chrome.

Hópavinna

Verkefnið skal unnið í hóp með 3-4 einstaklingum. Hafið samband við kennara ef ekki er mögulegt að vinna í hóp. Hægt er að leita að félögum á slack á rásinni #vef1-2024-h1-vantar-hop.

Notast skal við Git og GitHub. Engar zip skrár með kóða ættu að ganga á milli í hópavinnu, heldur á að „committa“ allan kóða og vinna gegnum Git.

Sjást ætti á commit history að allir meðlimir hóps hafi tekið þátt í verkefni.

Útbúa þarf a.m.k. fimm Pull Request (PR) þar sem búið er að fara yfir af öðrum meðlim í hóp og yfirferð ásamt gagnrýni sést á GitHub.

Lýsing á verkefni

README.md skrá skal vera í rót verkefnis og innihalda:

  • Upplýsingar um hvernig keyra skuli verkefnið
    • npm run dev eða npm start
    • npm run lint skal vera til staðar og keyra stylelint á Sass
  • Létt lýsing á uppsetningu verkefnis, hvernig því er skipt í möppur, hvernig CSS/Sass er skipulagt og fleira sem á við
  • Upplýsingar um alla sem unnu verkefni, nöfn, HÍ notendanöfn og GitHub notendanöfn

Tæki og tól

Verkefnið skal innihalda package.json og package-lock.json sem innihalda öll notuð tól.

Þegar verkefnið er sótt verður npm install keyrt á undan öllum öðrum skipunum.

Setja skal upp Sass og stylelint með stylelint-config-sass-guidelines og stylelint-config-standard fyrir verkefnið.

Mat

  • 10% - README eftir forskrift, tæki og tól uppsett, vefur keyrir á Netilfy.
  • 10% - Git og GitHub, a.m.k. fimm Pull Request.
  • 10% – Snyrtilegt, gilt (skv. stylelint) CSS/Sass, gilt og aðgengilegt HTML.
  • 20% – Almennt útlit (haus, fótur, meginmál) og skalanleiki.
  • 15% – Forsíða.
  • 10% – Yfirlitssíða.
  • 15% – Uppskriftasíða með mynd í haus.
  • 10% – Uppskriftasíða með vídeó í haus.

Sett fyrir

Verkefni fyrst sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 16. september 2024.

Sett fyrir að öllu leiti í fyrirlestri mánudaginn 23. september 2024.

Skil

Tilnefna skal hópstjóra sem skráir sig í ákveðinn hóp undir „Hópverkefni 1“ í Canvas. Aðrir nemendur skrá sig í framhaldinu í sama hóp, hópstjóri getur líka skráð aðra nemendur í hópinn.

Útbúa skal hóp jafnvel ef verkefnið er unnið sem einstaklingsverkefni.

Hópstjóri skal skila fyrir hönd allra í Canvas í seinasta lagi fimmtudaginn 24. október 2024.

Mikilvægt er að öll skil séu gerð í hóp annars munu ekki allir nemendur fá einkunn.

Skil skulu innihalda:

  • GitHub notendanöfn allra (passa þarf að allir nemendur séu í hópnum!)
  • Slóð á verkefnið keyrandi í hýsingu
  • Slóð á GitHub repo fyrir verkefni. Dæmatímakennurum skal hafa verið boðið í repo. Notendanöfn þeirra eru:
    • digitalsigga
    • ofurtumi
    • osk
    • polarparsnip
    • reynirjr

Einkunn

Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 5% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.

Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.

Útgáfa 0.1

About

No description, website, or topics provided.

Resources

Stars

Watchers

Forks

Releases

No releases published

Packages

No packages published